Um Eyrarfisk

Eyrarfiskur er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á Stokkseyri árið 1981 af hjónunum Jóni Karli Haraldssyni og Guðleifu Ernu Steingrímsdóttur, en þau eru bæði fædd og uppalin á Stokkseyri. Jón starfaði áður sem skipstjóri til margra ára.

Í janúar 2019 urðu eigendaskipti innan fjölskyldunnar. Systursonur Guðleifar, Baldvin Aldar Ingibergsson keypti fyrirtækið af þeim hjónum. Baldvin hefur um 30 ára reynslu af fiskframleiðslu, en hann starfaði sem framleiðslustjóri hjá Fiskkaup hf.

Hjónin Jón Karl og Guðleif