bitafiskur 4 hardfiskur 3 mylsna 4

MYLSNA

Framleiðslan krefst vandasamra vinnubragða. Í vinnsluferlinu á sér stað mikil rýrnun á hráefni og er notast við þá puttareglu að af hverjum 12 kílóum af ferskum fiski megi vinna 1 kíló af harðfisk.

NÆRINGARGILDI Í 100g :
Orka 1390 kj/327 Kcal
Prótein 80,3 g
Fita 0,67 g
Kolvetni 0 g
Trefjar 0 g
Steinefni 7 g
Vatn 14,2 g
Salt 2,5 g

Þegar afurðir koma í hús eru þær hausaðar, flakaðar og roðrifnar. Þá tekur við beina- og ormahreinsun á ljósaborði. Því næst er flökunum raðað á grindur og þau sett í þurrkherbergi. Hitastigi við þurrkun er stjórnað með sérstökum strompum sem hægt er að opna og loka fyrir. Vinnslutími getur spannað allt frá fjórum og upp í sjö daga, en slíkt fer allt eftir úrkomumagni utandyra. Þess má geta að inn í klefa eru til staðar rafstýrð þurrkunartæki sem sjúga mestallan raka úr lofti.

Mylsnan er nokkurskonar aukaafurð þegar harðfiskurinn er valsaður.  En við þá vinnslu fellur til þónokkkuð af mylsnu sem er safnað saman og sett á poka.  Næringargildi mylsnunnar er hið sama og harðfisksins. Margir smyrja brauð og setja svo mylsnuna ofaná.