bitafiskur 4 hardfiskur 3 mylsna 4

Harðfiskgerðin Eyrarfiskur var stofnuð á Stokkseyri árið 1981 af hjónunum Jóni Karli Haraldssyni og Guðleifu Ernu Steingrímsdóttur. Þau eru bæði fædd og uppalin á Stokkseyri. Jón starfaði þar til margra ára sem skipstjóri.

Reksturinn var tvíþættur til þess að byrja með. Annarsvegar var um að ræða lausfrystingu á bolfiski og hinsvegar harðfiskvinnslu. Allri framleiðslunni var komið í neytendapakkningar fyrir innanlandsmarkað. Fimm manns störfuðu hjá fyrirtækinu  þegar mest lét á níunda áratugnum.

 

Í janúarmánuði árið 1990 gekk mikill stórsjór yfir stokkseyri sem olli miklu tjóni á mannvirkjum. Fisksverkunarhús Eyrarfisks fór ekki varhluta af þessum hamförum.Stórsjórinn braut sér leið í gegnum eina hlið á húsnæðinu og gjöreyðilagði allan unnin harðfisk svo og allan tækjabúnað. Á þessum tíma var húsið troðfullt af sjávarfangi sem átti eftir að verka fyrir þorrablóts vertíðina. Óunnið  hráefni slapp þó að mestu, því það var enn í fiskikörum þegar ósköpin gegnu yfir. Í beinu framhaldi tók við þriggja mánaða uppbyggingarstarf þar sem skipt var um tvær hliðar á fiskverkunarhúsinu. Upp frá þessu hætti fyrirtækið allri hefðbundinni hraðfrystingu sjávarafurða og var rekstrarforminu þá breytt alfarið í harðfisksvinnslu. 

 

Öll framleiðsla Eyrarfisks fer á innanlandsmarkað og er stærsti viðskiptavinurinn verslanir Hagkaups. Hvað erlenda markað varðar þá var lítillega flutt til Noregs fyrir nokkrum árum. Um þessar mundir eru unnið  að því að koma afurðum á markað í Danmörku, en engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt enn sem komið er.

 

Hjónin Jón Karl og Guðleif eru í dag einu starfsmenn Eyrarfisks og eru framtíðarmarkmið fyrirtækisins að vinna hörðum höndum að því að auðvelda öll vinnuskilyrði, efla gæði framleiðslunnar og þróa allan tækjabúnað enn frekar. 

Fyrirspurnarform

Hversu margar árar hafði Áttæringur?
Tölvupóstur:
Viðfangsefni:
Skilaboð: